Okkar hlutverk

Við sækjumst eftir verkefnum sem skila árangri og við viljum að viðskiptavinurinn taki framfaraskref með okkar vinnu. Ávinningur viðskiptavinarins er okkar takmark.

Heilindi – að virða trúnað og vera opin, heiðarleg og fagmannleg í samskiptum.
Hagsýni – að leggja til lausnir sem eru hagnýtar og viðeigandi fyrir viðskiptavininn.
Einurð – að stíga fram og beita kröftum okkar á markvissan hátt.
Nægjusemi – að nýta það sem til er fyrir verkefnin og ekki búa til þarfir.

Við leggjum okkur fram og beitum kröftum okkar í þágu viðskiptavinarins, hvort sem það er eldmóður, þolinmæði, reynsla eða þekking.

Við keppumst við að gera það sem hæfir okkar viðskiptavinum, fólki og samfélagi og erum tilbúin að takast á við áskoranir og andstæður. Við höfum skýra sýn á þann árangur sem við viljum ná.

Við viljum að verkefnin okkar séu spennandi og örvandi fyrir þá sem taka þátt og þeir standi uppi sem sigurvegarar þegar upp er staðið.