Að leggja grunn

Stjórnunarkerfi er beitt til að ná árangri í rekstri fyrirtækja, styrkja stjórnun og gera hana skilvirkari. Í því felst skipulagning á starfsemi fyrirtækisins. Viðfangsefnin eru skilgreind sem ferli eða þættir sem hafa þarf stjórn á.

Alþjóðlegir staðlar um stjórnunarkerfi setja fram kröfur sem samstaða hefur náðst um meðal þátttakenda í staðlastarfinu. Þúsundir sérfræðinga um allan heim leggja sitt af mörkum við vinnslu og yfirferð staðlanna. Þar á meðal eru ISO 9001 um gæðastjórnun, ISO 14001 um umhverfisstjórnun, ISO 27001 um stjórnun upplýsingaöryggis og ISO 45001 um öryggi og vinnuvernd.

Stjórnunarkerfi snýst um stjórnunarhring þar sem fyrst er skipulagt hvernig á að ná árangri, síðan er því komið í verk, fylgst með og leiðrétt og svo er brugðist við þeim lærdómi sem hefur fengist.

Plan-Do-Check-Act

Verkefni við uppbyggingu felast í að fylla í gloppur og efla virkni starfseminnar. Hvert fyrirtæki hefur sitt stjórnunarkerfi þótt stundum sé það óformlegt. Mikilvægt að byggja á því sem fyrir er og gagnast.