Stjórnendur sýna forystu og leita stöðugt tækifæra til að bæta árangur fyrirtækisins. Þegar unnið er að markmiðasetningu er athygli beint að verðugum verkefnum, sem skipta fyrirtækið máli.
Fyrirtækið þarf að vera virkt og tilbúið til að taka breytingum og hafa krafta til að nýta þau tækifæri sem bjóðast. Þar gilda skilvirkir ferlar við að taka ákvarðanir, koma umbótum í framkvæmd og meta árangur þeirra.
Fyrirtæki sem spyrja sig spurningar eru stöðugt að bæta sig. Áhættugrunduð hugsun (risk-based thinking) er beitt á öllum sviðum starfseminnar, ekki bara í öryggismálum.
“Hvað ef…?” er hluti af hugarfari stjórnenda og starfsmanna, hjálpar til við að fyrirbyggja mistök og gera sem mest úr möguleikum.